Tískumyndir

Tískumyndir

Kaupa Í körfu

ÞÓTT orðið "töff" þyki ekki góð íslenska segir kjólameistarinn og fatahönnuðurinn Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir að þannig flíkur geri hún sér far um að hanna. "Samt mjög kvenlegar og frekar fyrir konur á öllum aldri en unglingana," bætir hún við og kemst um leið að þeirri niðurstöðu að lýsingin "kvenlegt með ungæðislegu ívafi" gæti vel gengið. Fyrirsætan, Perla Egilsdóttir, er í fatnaði, sem þess háttar lýsing gæti átt við. Peysan er tvílit; hærusvört og rústrauð, úr íslenskri ull og með háum kraga. Svarta leðurpilsið er missítt með skásaumum utan á. Guðrún Kristín lauk sveinsprófi í kjólasaumi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar