Kynslóðir mætast í fjörugri félagsvist

Kynslóðir mætast í fjörugri félagsvist

Kaupa Í körfu

Kynslóðir mætast í fjörugri félagsvist ÞAÐ var ekki að sjá að aldursmunurinn truflaði fólkið sem kom saman í Gerðubergi á fimmtudag og spilaði félagsvist þó að tugir ára skildu að. Þarna voru á ferðinni eldri borgarar víðs vegar af höfuðborgarsvæðinu og tólf ára börn úr bekk 72 í Hólabrekkuskóla. Félagsstarf eldri borgara í Gerðubergi, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og grunnskólar í Breiðholti hafa unnið að því að tengja saman kynslóðirnar í hverfinu með samtali, samveru og samskiptum og var félagsvistin á fimmtudag fyrsti liðurinn í því MYNDATEXTI. Andrea Rós og Jón Bondó hafa áhuga á að grípa oftar í spilin með hvort öðru á félagsvist í Gerðubergi. ( Ungir og gamlir spila í Gerðubergi )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar