lokun á útvarpshúsi

lokun á útvarpshúsi

Kaupa Í körfu

FÉLAGAR í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna, lokuðu Ríkisútvarpinu með táknrænum hætti á sunnudag til þess að mótmæla hugmyndum um aðra rás sjónvarpsins. Viggó Örn Jónsson, formaður Heimdallar, sagði að aðgerðirnar hefðu gengið vel og þeir væru mjög ánægðir með þau viðbrögð sem þeir hefðu fengið við þeim. "Við erum að mótmæla þessu sjónvarpi sem við erum þvinguð til að borga fyrir án þess að við höfum nokkuð um það að segja," sagði Viggó ennfremur. Viggó sagði að mótmælin hefðu gengið vel, en með aðgerðunum hefðu þeir viljað mótmæla vangaveltum um nýja sjónvarpsstöð Ríkisútvarpsins. Þeir hefðu byrjað á því að gera veggspjöld þar sem látið væri líta út fyrir að Ríkisútvarpið væri að auglýsa nýja sjónvarpsstöð. Síðan hefðu þeir sent útvarpsstjóra reikning fyrir óumbeðna þjónustu og hefðu gefið honum sólarhrings gjaldfrest. Þegar ekki hefði verið greitt hefðu þeir innsiglað Ríkisútvarpið út af ógreiddri skuld vegna þjónustu sem Ríkisútvarpið hefði ekki beðið um og hefðu þeir í þeim efnum tekið mið af fyrirkomulagi afnotagjaldanna. Félagar í Heimdalli lokuðu útvarpshúsinu með táknrænum hætti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar