Orðuveiting Bessastöðum

Orðuveiting Bessastöðum

Kaupa Í körfu

Við athöfn á Bessastöðum á nýársdag sæmdi forseti Íslands 14 Íslendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu, sex konur og átta karlmenn. Þau sem heiðursmerkin hlutu voru eftirtalin: Elina Helga Hallgrímsdóttir gæðastjóri, Reykjavík, riddarkross fyrir störf í þágu fiskverkafólks, Elísa Wíum, Garðabæ, riddarakross fyrir störf að vímuefnavörnum, Ellert B. Schram forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íþrótta, Gunnar Egilson klarínettuleikari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að tónlistarmálum, Hörður Ágústsson listamaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu lista og menningar, Jónína Guðmundsdóttir fv. forstöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu lamaðra og fatlaðra, Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að félagsmálum og í opinbera þágu, Kristín Rós Hákonardóttir íþróttamaður, Reykjavík, riddarakross fyrir afrek í íþróttum, Kristleifur Þorsteinsson bóndi, Húsafelli, riddarakross fyrir störf að ferðaþjónustu, Páll Pálsson útgerðarmaður, Grindavík, riddarakross fyrir störf að sjávarútvegi og fiskvinnslu, Sigurður Hallmarsson fv. skólastjóri, Húsavík, riddarakross fyrir störf í þágu menningar og lista, Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íþrótta fatlaðra, Unnur Jónasdóttir fv. formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, riddarakross fyrir störf að líknarmálum og Vala Flosadóttir íþróttamaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar