Erna Björk Einarsdóttir

Erna Björk Einarsdóttir

Kaupa Í körfu

Erna Björk Einarsdóttir hafði áhyggjur af að lyfin breyttu henni í allt aðra manneskju - hefðu til dæmis áhrif á hvers konar móðir hún yrði, dóttir eða vinur. GEÐHVARFASÝKI" kvað heimilislæknirinn upp úr með í lok fyrsta tímans með sjúklingnum. Síðan opnaði hann bók, las upphátt um sjúkdóminn, útskýrði meðhöndlun og skrifaði lyfseðil: "Lithíumsítrat. Tvisvar á dag." Alla ævi, nema eitthvað ótrúlegt gerðist, sagði hann og bætti við að unga konan, sjúklingurinn, væri líkast til fædd "svona". Hann ráðlagði henni að eignast ekki barn nema að höfðu samráði við lækni. Hugsanlega væri þá í lagi að hætta tímabundið á lyfjunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar