Íslandsmót í svifflugi á Hellu

Íslandsmót í svifflugi á Hellu

Kaupa Í körfu

Svifflugið endalaus áskorun Níu svifflugmenn taka þátt í 21. Íslandsmótinu í svifflugi sem fer fram á flugvellinum á Hellu þessa dagana. Mótið stendur alls í níu daga en veðurguðirnir eru ekki alltaf hliðhollir svifflugmönnum og er keppt alla daga sem veður leyfir. Í gær viðraði ágætlega til svifflugsins og var það annar keppnisdagurinn. UM 100 manns stunda svifflug á Íslandi og fer Íslandsmót í svifflugi fram annað hvert ár. Svifflugur svífa hljóðlaust í loftinu, enda eru þær vélarlausar og geta svifflugmenn flogið svo lengi sem þeir finna uppstreymi til að halda sér á lofti, en svifflugur síga stöðugt í átt til jarðar eftir að þær er dregnar á loft. MYNDATEXTI. Kristján Sveinbjörnsson, sem var stigahæstur eftir keppni gærdagsins, setur vatn á svifflugu sína fyrir keppni. 180 lítrar af vatni eru settir á fluguna til að þyngja hana, þá næst meiri skriðþungi og þar af leiðandi meiri flughraði. Vatninu er svo tappað af fyrir lendingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar