Barnaskákmót á Seltjarnarnesi

Barnaskákmót á Seltjarnarnesi

Kaupa Í körfu

Sannkölluð skákvakning er nú meðal barna og unglinga á Seltjarnarnesi. Á sunnudaginn héldu Hrókurinn og Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness (ÆSÍS) skákmót fyrir nemendur í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla og voru keppendur 152 talsins. Góð stemning ríkti á staðnum og mættu mörg hundruð gestir til að fylgjast með. Myndatexti: Þessi börn hlutu fyrstu verðlaun í sínum aldursflokki: Aftari röð: Aðalheiður Guðjónsdóttir, Kristjana Konný Bjarnadóttir og Grímur Björn Grímsson. Fremri röð: Selma Ramdani, Sigurður Finnbogi Sæmundsson og Hjalti Ragnarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar