Aðalfundur FÍS Pétur Björnsson

Aðalfundur FÍS Pétur Björnsson

Kaupa Í körfu

AFLEIÐINGAR endurskipulagningar Seðlabanka Íslands, þar sem sjálfstæði hans var aukið og honum falið að vinna eftir verðbólgumarkmiði, voru ekki fyrirsjáanlegar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Péturs Björnssonar, formanns Félags íslenskra stórkaupmanna, á aðalfundi félagsins í gær. Sagði hann að styrking krónunnar væri langt komin með að ganga frá útflutningsgreinum, ferðaþjónustunni og hátækninni sem Íslendingar hafi getað hreykt sér af á undanförnum árum. Spurði Pétur hvaða vit væri í því að hækkun á húsnæði eða eldsneyti gæti beinlínis hækkað vexti. Þá sagði hann að þessa keðjuverkun yrði að stöðva áður en afleiðingarnar yrðu ennþá skelfilegri en nú væri orðið. MYNDATEXTI Pétur Björnsson, formaður FÍS, flytur erindi sitt á aðalfundi félagsins á Grand hóteli í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar