Sýningar í Gerðarsafni

Sýningar í Gerðarsafni

Kaupa Í körfu

Á morgun verður opnuð samsýning þriggja listamanna í Gerðarsafni í Kópavogi. Listamennirnir þrír eru Rúrí, Þór Vigfússon og finnska listakonan Elina Brotherus. Sýningin ber heitið Tærleikar en tærleiki og skerpa í framsetningu einkenna verk þessara þriggja listamanna. Þór Vigfússon hefur starfað að myndlist í þrjá áratugi og haldið fjölda sýninga. Verk hans á sýningunni eru unnin í gler. "Þetta eru verk eins og ég hef verið að vinna undanfarin ár, í gler með innbrenndum lit. Tærleikar hljómar vel við það sem ég er að gera enda er gler glært efni," segir Þór. MYNDATEXTI Elin Brotherus er þekkt fyrir ljósmyndaverk sem oft hafa sjálfsævisögulega skírskotun. Hún hefur áður sýnt á Íslandi í galleríinu i8.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar