Mengunarslys við Hólmsá

Mengunarslys við Hólmsá

Kaupa Í körfu

Á BILINU 100 til 150 lítrar af olíu láku úr vinnuvél sem var á ferðinni á Suðurlandsvegi við Hólmsá í gærmorgun þegar vökvaleiðsla gaf sig. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varð Vegagerðin að moka upp 3 tonnum af jarðvegi til að sporna við því að olían læki ofan í ána. Koma tókst í veg fyrir mengunarslys og telur Slökkviliðið að það hafi skipt sköpum. Lítið af olíu fór á sjálfan veginn og því skapaðist lítil umferðarhætta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar