Minningarskjöldur í St. Jósefsspítala

Minningarskjöldur í St. Jósefsspítala

Kaupa Í körfu

Í TILEFNI af 80 ára vígsluafmæli St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði hinn 5. september sl. voru tvö listaverk afhjúpuð við hátíðlega athöfn í spítalanum nýverið að viðstöddum m.a. heilbrigðisráðherra, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og bæjarstjórn. Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala á árunum 1980-2005 og starfsmaður spítalans frá 1965, afhjúpaði minnisvarða eftir Gunnlaug Stefán Gíslason, til heiðurs og virðingar við St. Jósefssystur og framlag þeirra til heilbrigðismála í Hafnarfirði og landsins alls. MYNDATEXTI: Afmæli - Gunnhildur Sigurðardóttir, fyrrv. hjúkrunarforstjóri, afhjúpar minningarskjöld í St. Jósefsspítala til heiðurs systrunum og starfi þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar