Sæunn Þorsteinsdóttir

Sæunn Þorsteinsdóttir

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hvín í vel raddaðri norðlensku viðmælanda míns og hvergi að heyra að hún hafi eytt meira en helmingi sinnar liðlega tvítugu ævi meðal þjóðarinnar sem notar "nefkveðin ófráblásin lokhljóð en ekki fráblásin í innstöðu á eftir löngu sérhljóði", ef manni leyfist að leita í fróðleik orðabókarinnar um það nefmælta linmælgi sem prýðir mæli margra Bandaríkjamanna. "Þetta var rosalega fínt," segir hún þegar hún rifjar upp skólann sinn í Iowa City, Preucil-skólann. "Það er merkilegt hvað það koma rosalega margir strengjaleikarar úr þessum skóla. Þetta er nú engin stórborg. Preucil-hjónin stofnuðu skólann fyrir börnin sín, en svo fór vini þeirra líka að langa til að læra og svo fleiri." MYNDATEXTI: Sellóleikarinn - "Annars ætlaði ég alltaf að læra á hörpu. Það var bara enginn suzuki-kennari á hörpu hér þá."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar