Breiðavík

Breiðavík

Kaupa Í körfu

STJÓRNVÖLD munu vinna hratt og örugglega að því að skoða hvernig staðið var að starfsemi á drengjaheimilinu Breiðuvík sem starfrækt var frá árinu 1952 og fram á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta upplýsti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók málið upp og spurði ráðherra hvort ekki væri ástæða til þess að stjórnvöld ynnu að úttekt á þessum málum, en fjallað hefur verið um illa meðferð drengja, sem þar bjuggu, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. MYNDATEXTI: Ofbeldi - Umræða um hrikalegan aðbúnað drengja í Breiðavík hefur vakið hörð viðbrögð, en menn sem þar dvöldu hafa nýverið komið fram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar