Siglt hjá Gróttu

Siglt hjá Gróttu

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ER engu líkara en eitt af flutningaskipum Samskipa sé komið á þurrt við Gróttu. Það er þó auðvitað ekki tilfellið heldur sigldi skipið sína leið í góðviðrinu í gær. Glöggt má sjá á elstu kortum af Seltjarnarnesi að Grótta var ekki eyja heldur breiður nyrsti hluti nessins. Vegna landsigs á síðari öldum hafði sjór brotið land við Gróttu og árið 1788 segja danskir mælingamenn að 5 álnir séu milli flóðfara á nyrðri grandanum og hafa því náttúruhamfarir á borð við Básendaflóðið átt hægt um vik að eyða landinu við Gróttu á þann hátt að eftir það varð hún eyja í hafi, að vísu landtengd með granda sem stendur upp úr á fjöru.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar