Blonde Redhead á Nasa

Blonde Redhead á Nasa

Kaupa Í körfu

VANALEGA stigmagnast tónleikar, minni spámenn hita upp í skrílnum og svo koma stjörnurnar og gera allt vitlaust. Þessu var öfugt farið í NASA á fimmtudaginn, stemningin dapraðist eftir því sem á leið. Besta atriðið var þannig Reykjavík! Þeir félagar gáfu allt sitt – að vanda – voru gríðarhressir á sviði og tendruðu rækilega upp í salnum. Kristin Hersh var næst á svið og lék lög af nýútkomnu meistaraverki sínu, Learn to sing like a Star, í bland við eldra efni. Það er eitthvað "satt" við lagasmíðar Hersh og undir öllu er sársauki sem hún fleytir upp með sinni rifnu röddu. Þessir þættir komust þó ekki nægilega vel til skila, stemningin í salnum var undarleg og Hersh og félagar virtust óörugg MYNDATEXTI Blonde Redhead "Tónleikarnir voru meira eins og æfing fyrir tónleika og meðlimir hikandi í því sem þeir voru að gera," segir Arnar Eggert Thoroddsen m.a. í dómnum um tónleikana á NASA síðastliðinn fimmtudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar