Háhýsi á Reykjavíkursvæðinu

Háhýsi á Reykjavíkursvæðinu

Kaupa Í körfu

UNNIÐ er að stefnumótun til háhýsa í Reykjavíkurborg, að sögn Ólafar Örvarsdóttur, aðstoðarskipulagsstjóra í Reykjavík. "Vinna við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur er hafin og eru ýmis stefnumótandi mál tekin fyrir eins og háhýsa- og byggingalistarstefna," segir Ólöf, sem reiknar með því að þessari vinnu verði lokið í byrjun næsta árs. "Lykilorðið í nýju aðalskipulagsvinnunni er gæði. Í því felst margt sem telst til lífsgæða og er til dæmis verið að tala um í því samhengi hvað háhýsi gera fyrir borgarlandslagið og lífið milli þessara húsa," segir hún.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar