Listasafn Íslands

Listasafn Íslands

Kaupa Í körfu

NÚ þegar gróðurhúsaáhrifin hafa gert sólþyrstum Íslendingum kleift að spóka sig utandyra funheitan júlímánuðinn kemur Listasafn Íslands með svala sumarsýningu sem minnir okkur á hvers vegna kýr í fjallshlíðum meginlandsins þurfa að róta upp snjó til að ná sér í grastuggu. Hér er það Ó-náttúran sem er skoðuð í safneigninni, og með dálítið háðslegum blæ, enda er "Ó"-ið á undan náttúrunni eins og tekið beint úr upphafsorðum einhvers ljóðabálks eftir sjálft Fjallaskáldið og siglir þar af leiðandi undir fölsku flaggi. MYNDATEXTI Náttúra eða ónáttúra? Ljósmyndir af snjósköflum á bílastæðum eftir Hrafnkel Sigurðsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar