Stefán Thors

Stefán Thors

Kaupa Í körfu

Það sem einkennir þetta mál allt er að það hefur verið unnið aftur á bak," segir Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins um skipulag yst á Kársnesinu í Kópavogi. "Það var byrjað á endinum, ákveðið af fara í þessar framkvæmdir, og síðan hafa menn verið að reyna að vinna sig til baka og uppfylla þau skilyrði og þær kröfur sem gerðar eru. Það var ekki byrjað á því að athuga og kanna forsendur heldur að undirbúa framkvæmdir." Stefán segir að milli áranna 2002 og 2006 hafi Kópavogsbær ákveðið að ráðast í landfyllingu upp á 4,8 hektara á Kársnesinu. MYNDATEXTI: Gróðakrafa - Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, segir framkvæmdir stærri og grófari nú en áður og sveitarstjórnir undir miklum þrýstingi að láta undan arðsemissjónarmiðum framkvæmdaaðila.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar