Umferð (aröngþveiti)

Umferð (aröngþveiti)

Kaupa Í körfu

ÖKUMENN á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af mikilli umferðaraukningu undanfarna daga en hana má rekja til þess að nýbúið er að setja flesta framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins auk þess sem kennsla er hafin í flestum deildum háskólanna. Þá eru margir að snúa aftur til vinnu eftir sumarleyfi. Hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar að fimmtudaginn 23. ágúst óku 1.010 bílar vestur Ártúnsbrekku á háannatíma morgunumferðarinnar sem er milli klukkan 7.35 og 7.45. Viku áður óku þar á sama tíma 890 bílar og fimmtudaginn þar áður, 9. ágúst, voru 718 bílar á ferð. Því er um að ræða rúmlega 40% aukningu á einungis tveggja vikna tímabili. MYNDATEXTI: Tafir Mörgum reynist erfitt að komast leiðar sinnar á morgnana en umferð hefur aukist mikið í höfuðborginni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar