Heimilisbókhald

Heimilisbókhald

Kaupa Í körfu

Það er alveg ótrúlegt hvað litlu smáaurarnir geta safnast saman í stórar upphæðir þegar allt er lagt saman, segja þau Ragnheiður Úlfarsdóttir og Börkur Smári Kristinsson, 17 ára nemendur í öðrum bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Þau hafa bæði lært að tileinka sér færslu heimilisbókhalds í lífsleiknitímum hjá Ragnhildi Björgu Guðjónsdóttur og eru bæði harðákveðin í að nýta sér þá kunnáttu í framtíðinni. Þau segjast bæði eyða tíu til tuttugu þúsundum króna á mánuði ef böll og föt eru frátalin og vegur skyndibitinn óneitanlega hvað þyngst í útgjöldunum. Ef aðstæður kalla á meiri sparnað væri þá helst að herða sultarólina enn frekar með því að skera niður matarinnkaupin og redda sér á nesti og samlokum að heiman. MYNDATEXTI Kvennaskólanemendurnir Ragnheiður Úlfarsdóttir og Börkur Smári Kristinsson hugsa vel um í hvað peningarnir þeirra fara og segja að færsla bókhalds veiti bæði aðhald og yfirsýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar