Fjórar stelpur

Fjórar stelpur

Kaupa Í körfu

Þetta er búin að vera brjáluð vinna en líka rosalega gaman. Við fengum frí í skólanum í heila viku til að vinna í atriðinu okkar og það veitti ekkert af því. Einn daginn vorum við í fjórtán klukkutíma í skólanum og allan tímann stanslaust að vinna að verkefninu. Það eru ótal smáatriði sem þarf að huga að og ýmis vandamál sem þarf að leysa. Þetta er mikil handavinna og það liggur líka heilmikil vinna á bak við möppuna sem við þurfum að skila til dómnefndar fyrir keppnina þar sem við segjum frá vinnuferlinu, efnum sem við notum og útfærslu hugmynda. Þannig að við erum vissulega orðnar svolítið þreyttar en við erum líka mjög spenntar,“ segja þær Salka Þórðardóttir, Elísa Rut Hallgrímsdóttir, Þóra Karólína Ágústsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir en í dag taka þær þátt í keppni sem heitir Stíll 2007. MYNDATEXTI Þær brugðu á leik uppi á húsþaki. F.v. Salka með trommukjuðana, Berglind Björg, Elísa og Þóra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar