Þórður Björnsson

Þórður Björnsson

Kaupa Í körfu

FJÓRIR sextán ára strákar voru handteknir vegna vopnaðs ráns í Sunnubúðinni í Hlíðahverfinu í gær. Þeir eru fæddir árið 1991. Lögreglan lagði þá hald á öxi og kylfu sem meint sönnunargögn og loks hluta þýfis. Það sem gerir þetta mál sérstætt er að strákarnir eru allir með hreina sakaskrá og eru ýmist í skóla eða vinnu og virðast ekki vera harðir fíklar að sögn lögreglu. Þeir voru í yfirheyrslum í gær en til þeirra náðist eftir ábendingar sem lögreglan fékk í kjölfar ránsins. MYNDATEXTI Ég hélt að þetta væri grín, en þegar ég sá manninn vopnaðan öxinni áttaði ég mig á alvöru málsins, segir Þórður í Sunnubúðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar