Alþingi 2007

Alþingi 2007

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ER gott að búa á Íslandi en er það endilega gott fyrir alla? Um það var rætt á Alþingi í gær þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerði niðurstöður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem birtar voru í gær, að umtalsefni en Ísland trónar þar efst á lista þegar kemur að lífsgæðum í 177 löndum. Stjórnarliðar fögnuðu niðurstöðunni ákaft og það sama gerðu framsóknarmenn sem jafnframt óskuðu Samfylkingunni til hamingju með að hafa tekið við svo góðu búi af Framsókn. Það sem er merkilegt við þessa niðurstöðu er að ekki er eingöngu mældur kaupmáttur eða fjárhagslegur hagur viðkomandi landa heldur einnig önnur atriði sem áhrif hafa á velmegun viðkomandi þjóðar, sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga vera forréttindafólk. Þetta leggur okkur líka miklar skyldur á herðar og mikla ábyrgð, ekki síst í loftslagsmálum, sagði Ingibjörg og vildi ekki að stjórnvöld hreyktu sér um of því enn ætti heilmikið eftir að gera til að jafna lífskjörin MYNDATEXTI Gott að vera utan ESB? Illugi Gunnarsson benti á að löndin sem eru efst á lífsgæðalistanum, Ísland og Noregur, eru hvorugt í Evrópusambandinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar