Jólabjór

Jólabjór

Kaupa Í körfu

Víða um heim er það talið merki um að jólin nálgist þegar jólabjórinn kemur á markað. Sú hefð er og rík hér á landi, bæði er danskur jólabjór vinsæll hér og svo hafa íslenskir bruggmeistarar búið til íslenskan jólabjór sem stendur þeim erlenda síst að baki að margra mati. Jólabjórinn kemur á markað hér á landi þriðja fimmtudag í nóvember og má selja hann til 6. janúar. Helstu tegundir eru Tuborg-jólabjórinn og Egils-jólabjór, ljós og dökkur, sem koma frá Ölgerðinni, og svo Viking-jólabjórinn frá Vífifelli

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar