Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Freyja Haraldsdóttir

Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Freyja Haraldsdóttir

Kaupa Í körfu

Hvatningarverðlaun ÖBÍ voru afhent í fyrsta sinn á alþjóðadegi fatlaðra Hvatningarverðlaun Örykjabandalags Íslands (ÖBÍ) voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands í gær. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum, þ.e. stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Alls voru sex tilnefndir í hverjum flokki......Verndari verðlaunanna er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og afhenti hann vinningshöfum viðurkenningarskjal ásamt listaverki hönnuðu af Þórunni Árnadóttur...Freyja Haraldsdóttir var verðlaunuð í flokki einstaklinga fyrir áhrif sín í því að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra og fyrir að vera frumkvöðull í að koma á fót notendastýrðri þjónustu. MYNDATEXTI: Frumkvöðull Freyja ásamt foreldrum sínum og bræðrum. Bjargar Sæby, Árni Freyr, Freyja, Auður Árnadóttir og Haraldur Árnason. Freyja var m.a. verðlaunuð fyrir áhrif sín í því að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar