Stjörnuljósasund í Vesturbæjarlaug
Kaupa Í körfu
ÁRLEGT stjörnuljósasund sunddeildar KR var þreytt í gær en í ár tóku um 75 krakkar þátt. Nærri þrjátíu ára hefð er fyrir skemmtuninni sem fer þannig fram að allir sundmenn fá stjörnuljós í hönd áður en ljós Vesturbæjarlaugarinnar eru slökkt. Krakkarnir synda svo fram og aftur um laugina með tilheyrandi ljósadýrð. Að sögn Jóhannesar Benediktssonar, formanns sunddeildar KR, vekur stjörnuljósasundið ávallt mikla lukku hjá krökkunum, en um leið er þetta tilvalin leið fyrir þau til að hittast milli jóla og nýárs. Að loknu sundi var gerð tilraun til að bæta Vesturbæjarmet í fjölda manna í einum heitum potti. Það tókst ekki að sinni en 38 krakkar komust fyrir í pottinum – metið er 44.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir