Caritas afhendir styrk

Caritas afhendir styrk

Kaupa Í körfu

CARITAS á Íslandi hefur nýlega afhent 850.000 þúsund krónur sem er ágóði af aðventutónleikum í Kristskirkju við Landakot til styrktar umsjónarfélagi einhverfra. Í fréttatilkynningu segir m.a. að metaðsókn hafi verið á tónleikana, en kirkjan tekur rúmlega 250 manns. Tónleikarnir voru fyrst haldnir 1994 og er þetta orðinn árviss atburður. Það eru um 9 milljónir sem Caritas hefur safnað á þessum tíma sem hlýtur að teljast gott af ekki stærra félagi. Án þeirra listamanna, sem allir hafa gefið vinnu sína, væri þetta ekki mögulegt. MYNDATEXTI Afhending Hjörtur Grétarsson, formaður umsjónarfélags einhverfra, Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri félags einhverfra, Sigríður Ingvarsdóttir, form. Caritas, og Gyða M. Magnúsdóttir, stjórnarmaður Caritas

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar