Friðargæsla

Friðargæsla

Kaupa Í körfu

Á ÞRIÐJA tug kvenna sem starfað hafa að friðargæslu fyrir Ísland mættu í gær í boð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í tilefni alþjóðlegs dags kvenna í dag, 8. mars, og útgáfu nýrrar framkvæmdaáætlunar ráðuneytisins um konur, frið og öryggi. Ingibjörg Sólrún sagði Íslendinga oft halda á lofti nýtingu endurnýjanlegrar orku, einkum jarðorku og vatnsorku. „Slík orka finnst á nokkrum stöðum í heiminum,“ sagði hún. „En kvenorkan er alls staðar. Hana þurfum við að virkja,“ sagði ráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar