Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir

Kaupa Í körfu

Ég keypti verðlaunabókina um ljóð Sigfúsar Daðasonar, Ljóðhús eftir Þorstein Þorsteinsson um daginn og les hana nú mér til skemmtunar. Ég hafði frestað því að lesa hana af því að menn voru að hæla henni opinberlega fyrir að vera teoríulaus bókmenntafræði, einstaklega auðlesin og gargandi snilld. Sem betur fer er hún ekkert af þessu. Ljóðhús er lærð bók sem gengur út frá vel völdum teoríum sem lesandi þarf þó ekkert að vera sammála. Þetta er vel skrifuð og vel hugsuð bók og Þorsteinn er einstaklega góður lesandi og túlkandi. Fimm af eftirlætisskáldum mínum eiga líka merkisafmæli á árinu ó, að þau gætu öll fengið svona bækur! Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar