Andri Már Gunnarsson og Auður L. Ottesen

Andri Már Gunnarsson og Auður L. Ottesen

Kaupa Í körfu

GARÐYRKJA er gefandi vinna og það er gaman að sjá eitthvað sem ég hefur skapað sjálfur stækka og dafna,“ segir Andri Már Gunnarsson, fangi á Litla-Hrauni, sem hefur undanfarnar vikur ræktað matjurtir ásamt nokkrum samföngum sínum. Ástæðuna segir hann í upphafi hafa verið sparnaðarleið. Við eldum allan okkar mat sjálfir og þurfum að kaupa inn í matargerðina en peningarnir sem við fáum duga ekki fyrir öllum máltíðum. Því er gott að rækta grænmetið sjálfir.“ Ræktun fanganna fékk byr undir báða vængi þegar Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn, frétti af föngunum. MYNDATEXTI Garðyrkja Auður og Andri Már bragða á matjurtum sem hafa dafnað vel síðustu vikur og eru nú notaðar í matseld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar