Baldur Þórhallsson

Baldur Þórhallsson

Kaupa Í körfu

ÉG gæti gengið um borgina í heila viku, það er svo margt að segja frá. Vandinn var í raun að forgangsraða hvaða staði skyldi heimsækja,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Baldur leiðir í dag, miðvikudag, göngu um söguslóðir samkynhneigðar í Reykjavík. Atburðir eru raktir allt frá árinu 1882, en gluggað verður í dagbækur skólapilta við Lærða skólann í Reykjavík frá þeim tíma. Í göngunni verður meðal annars litið við þar sem fyrsta mótmælastaða samkynhneigðra var haldin árið 1982 og sagt frá eina manninum sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð hér á landi, á þriðja áratug síðustu aldar. MYNDATEXTI Hegningarhúsið Baldur Þórhallsson fer í dag á slóðir eina mannsins sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð hér á landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar