Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Kaupa Í körfu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að störf íslenskra friðargæsluliða eigi að takmarkast alfarið við borgaraleg verkefni. „Við teljum að íslenskir friðargæsluliðar eigi ekki að bera vopn, nema í þeim tilvikum þar sem um sérþjálfaða aðila er að ræða, sem hafa heimild til að bera vopn í störfum hér innanlands,“ sagði Ingibjörg í gær þegar hún kynnti álitsgerð tveggja fyrrverandi hæstaréttardómara, Guðrúnar Erlendsdóttur og Haraldar Henryssonar, um atvik og eftirmál varðandi sprengjuárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í október 2004. MYNDATEXTI Án vopna Ráðherra segir íslenska friðargæsluliða ekki eiga að bera vopn nema um sérþjálfaða aðila sé að ræða sem megi bera vopn í starfi hérlendis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar