Þrír skarfar á skeri

Þrír skarfar á skeri

Kaupa Í körfu

ÞESSIR þrír ágætu skarfar sátu á skeri úti fyrir Straumsvík á dögunum, er ljósmyndari Morgunblaðsisn átti leið um. Einn skarfurinn hafði hátt og aldrei að vita nema hann hafi verið að tjá skoðanir sínar á áformum um stækkun álversins í Straumsvík. Hinir fuglarnir létu sér fátt um finnast og héldu áfram að hvíla lúnar fjaðrir á skerinu góða. Skarfurinn er jafnan duglegur að stinga sér til kafsunds í leit að æti í sjónum við Ísland

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar