Útsölur í Kringlunni

Útsölur í Kringlunni

Kaupa Í körfu

Útsölur hófust í mörgum verslunum um helgina. Mismunandi er hversu mikið er slegið af verði vörunnar, en um heim allan reyna kaupmenn nú að lokka viðskiptavini inn í búðirnar með tilboðum. Breytingar á gengi íslensku krónunnar gera það að verkum að erfiðara er fyrir neytendur að átta sig á hvað má teljast „eðlilegt“ verð. Reikna má með að talsvert af vörum á útsölum hafi verið flutt inn á „gamla genginu“ og því má draga þá ályktun að verðið eigi eftir að hækka talsvert þegar útsölum lýkur. Nokkrar verslanir byrjuðu með útsölu milli jóla á nýárs. Það á t.d. við um IKEA þar sem útsala hófst 27. desember. Myndin er tekin af útsölu í Kringlunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar