Barnaspítali Hringsins

Barnaspítali Hringsins

Kaupa Í körfu

FLESTIR bangsanna sem komið var með á Bangsaspítalann á göngudeild Barnaspítala Hringsins um helgina höfðu dottið og handleggs- eða fótbrotnað. Hákarlinn Pétur var með brotinn sporð, sum dýranna voru með háls- eða eyrnabólgu og eitt var með heilaverk. Tuskudýrið hans Bjarna Þórs Sigurðssonar hafði meitt sig á höfði og hann skoðar hér röntgenmynd með Þóru Soffíu Guðmundsdóttur læknanema. Lýðheilsufélag læknanema hefur haft veg og vanda af verkefninu sem kallað er Bangsaspítalinn og er að erlendri fyrirmynd. „Þetta er í samvinnu við leikskóla og gert til þess að draga úr hræðslu við lækna,“ segir Gunnar Baldvin Björgvinsson verkefnisstjóri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar