Samfylkingin / Jóhanna

Samfylkingin / Jóhanna

Kaupa Í körfu

EVRÓPUMÁLIN voru efst á blaði á landsfundi Samfylkingarinnar, hjá flokksmönnum og forystu, bæði þeirri gömlu og nýju. Jóhanna Sigurðardóttir, sem kjörin var nýr formaður með 98% atkvæða, talaði eindregið með aðildarviðræðum við ESB og sagði það fyrsta skrefið í átt til þess að byggja upp traust og ná þannig efnahagslegum stöðugleika. Samfylkingin vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarflokkanna að loknum kosningum. Jóhanna sagði þessa tíma kalla eftir jafnaðarstefnunni og Íslandi væri fyrir bestu að Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram í stjórnarandstöðu. Jóhanna benti á að Vinstri græn hefðu lagt áherslu á að lúta vilja þjóðarinnar um ESB. Þá hefði tvöföld atkvæðagreiðsla lítinn tilgang þegar þjóðin vissi ekki hvað kæmi til með að standa í aðildarsamningi MYNDATEXTI Vill ESB Jóhanna Sigurðardóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, talaði eindregið með aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar