Dansarar

Dansarar

Kaupa Í körfu

ALLSKYNS verur og furðudýr lifna við í lóninu,“ lofaði danshöfundurinn Erna Ómarsdóttir fyrir sýningu Íslenska dansflokksins í Bláa lóninu að kvöldi síðasta vetrardags. Það voru orð að sönnu, því þegar sýningargestir höfðu komið sér fyrir úti í lóninu í baðfötum hófst mikið sjónarspil. Um lónið sveimuðu furðuverur með kísilhöfuð, á bakkanum birtist einhver risaskepna og síðan dönsuðu í vatninu og við vatnsborðið verur sem virtust koma úr djúpum hraunsins við Svartsengi. Höfundar verksins, dansararnir Erna og Damien Jalet og myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir, sóttu innblástur verksins, sem nefnist Transaquania - Out of the Blue, í uppruna Bláa lónsins. Í síðari hluta sýningarinnar barst leikurinn inn í salarkynni við lónið og kunnu gestir, sem voru fjölmargir, vel að meta litríkt sjónarspilið. | 41

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar