Í húsi skáldsins

Í húsi skáldsins

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKU þýðingaverðlaunin voru afhent á Gljúfrasteini í fimmta sinn í gær. Að þessu sinni hlaut Hjörleifur Sveinbjörnsson verðlaunin fyrir þýðingu sína á Apakóngur á Silkiveginum – sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, sem JPV gaf út. Dómnefnd skipuðu þær Soffía Auður Birgisdóttir, formaður, Sigríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir. Apakóngurinn á Silkiveginum hefur að geyma brot úr nokkrum þekktustu bókmenntaverkum Kínverja frá fjórtándu öld fram til fjórða áratugar tuttugustu aldar. MYNDATEXTI Verðlaunahafinn Hjörleifur með Ólafi Ragnari Grímssyni í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar