Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti

Kaupa Í körfu

ÞÓ AÐ sumardagurinn fyrsti væri á köflum blautur sló það ekki á gleði frambjóðenda sem héldu kosningaskemmtanir um víðan völl í gær. Leitað var ýmissa leiða til að gleðja gesti og gangandi; gítarleikur, barnaskemmtun, trúðslæti og pulsur með öllu. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn mettuðu munna, vinstri græn mettuðu andann, Samfylkingin gladdi börnin, að ótöldum öllum þeim samtölum sem frambjóðendur áttu við gestina um menn og málefni líðandi stundar. Óhætt er að fullyrða að vel tókst til, í það minnsta ef marka má svipbrigði þeirra sem nutu. MYNDATEXTI Samfylking Börnin nutu þess að fylgjast með því sem til þeirra var beint. Þau eru framtíðin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar