Borghildur Ína Sölvadóttir

Borghildur Ína Sölvadóttir

Kaupa Í körfu

Ég hef alltaf haft áhuga á myndlist og hönnun og var búin að ákveða 15 ára gömul að verða grafískur hönnuður. Það stefndi því allt þangað og ég var ánægð með að komast inn í Listaháskólann í fyrstu tilraun. Áður var ég á myndlistar- og hönnunarbraut í menntaskóla þar sem ég lærði textíl og það nám hefur reynst mér góður grunnur að náminu í Listaháskólanum. Það var mikið föndrað á heimilinu þegar ég var lítil og amma, mamma og frænkur mínar allar á kafi í handavinnu. Textíll hefur því alltaf verið á mínu áhugasviði svo ég ákvað að reyna að blanda því inn í verkefnið og svo kom þessi hugmynd með púðaseríuna út frá því að ég vildi gera heimilisvænni hunda,“ segir Borghildur Ína Sölvadóttir sem útskrifast úr Listaháskólanum nú í vor. MYNDATEXTI Borghildur Ína átti aldrei gæludýr sem barn og ákvað því að hanna hunda í líki fallegra púða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar