Andamamma á Tjörninni með 12 unga

Andamamma á Tjörninni með 12 unga

Kaupa Í körfu

ANDARUNGARNIR eru nú komnir á Tjörnina í Reykjavík. Þar synti stolt ungamamma í gær með stóra hópinn sinn inn í sumarið og gladdi sú sjón augu mannfólksins. Stokköndin verpir gjarnan um mánaðamót apríl og maí. Hún verpir fyrst anda hér á landi og oft þar sem stutt er í vatn. Stokkendur eru frjósamar og verpa 8-12 eggjum í hreiður sín. Stokkönd er ein stærsta og algengasta andartegundin hér. Steggurinn er stundum kallaður grænhöfði vegna höfuðlitarins en hann og kollan skarta bláum vængspegli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar