Síðasti dagur fyrir kosningar

Síðasti dagur fyrir kosningar

Kaupa Í körfu

Rætt hefur verið um það innan þingflokks VG að ná fram breytingum á ESB-tillögu í utanríkismálanefnd. Samfylkingin vill flýta málinu sem mest. SÖGULEG þingsályktunartillaga ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB), sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mælir fyrir, er mikið hitamál á Alþingi eins og gefur að skilja. Tillagan, sem jafnframt er sú fyrsta sem ríkisstjórn Íslands hefur flutt um aðildarumsókn að ESB, er ekki síst umdeild fyrir þær sakir að fyrir liggur að Vinstri græn eru andvíg aðild að ESB samkvæmt stefnu flokksins. MYNDATEXTI Á móti aðild Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur til þessa verið yfirlýstur andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar