Djúpið

Djúpið

Kaupa Í körfu

Jón Atli Jónasson leikstýrir sínum fyrsta einleik, Djúpinu, á Litla sviði Borgarleikhússins. Umfjöllunarefnið, sjóskaði, er Íslendingum vel kunnugt. EINLEIKURINN Djúpið, nýjasta verk leikskáldsins og leikstjórans Jóns Atla Jónassonar, byggir á frásögnum af skipsköðum við Ísland á 20. öld. Sjómaður á sökkvandi skipi talar til leikhúsgesta svamlandi í sjónum, ískaldur, dofinn og óttasleginn. Í verkinu segir að þegar skipskaðar hafi orðið undan ströndum landsins og enga hjálp að fá, hafi menn stundum orðið að freista þess að synda í land. Verkið sé tileinkað þeim sem hafi lagt upp í það ferðalag, hvar svo sem það endaði. MYNDATEXTI Á sjó Ingvar og Jón Atli leiða saman hesta sína í Djúpinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar