Óðinshani fær sér bað

Óðinshani fær sér bað

Kaupa Í körfu

ÓÐINSHANAR eru litríkir vaðfuglar með örmjótt, beint nef, svarta fætur og með sérkennilega kvikar hreyfingar. Þegar hann aflar sér ætis í tjörnum snýst hann í hringi og stingur nefinu ótt og títt í vatnsflötinn. Tekur hver snúningur eina sekúndu. Heiti óðinshana gæti tengst óði eða söng en þó eiga kunnugir erfitt með að tengja fuglinn við söng því hann tístir. Hins vegar er hinn syngjandi skógarþröstur kallaður óðinshani í Færeyjum og er því hugsanlegt að heiti fuglsins hafi brenglast á leið til Íslands. Við þetta má svo bæta að óðinshaninn er nauðalíkur þórshana sem er aftur á móti mjög sjaldgæfur á Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar