Kría og kríuungi

Kría og kríuungi

Kaupa Í körfu

UM tvö þúsund hreiður eru nú í varplandi kríunnar á Seltjarnarnesi og þegar ljósmyndari átti leið þar hjá í gær var einmitt matartími í einu þeirra. Krían horfir á þegar ungi hennar gleypir síli sem honum var fært í hreiðrið en skortur á þessari aðalfæðu kríunnar hefur gert það að verkum að fáir ungar hafa komist á legg síðustu árin. Að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglaáhugamanns hafa færri ungar komist upp á Vestur- og Suðurlandi en í öðrum landshlutum. Menn séu þó bjartsýnni nú en áður um að nóg finnist af sandsíli í sjónum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar