Girðing á Kjalarnesi

Girðing á Kjalarnesi

Kaupa Í körfu

UNNIÐ er að því að koma upp girðingu frá Brautarholtsvegi að vegtengingu við Klébergsskóla á Kjalarnesi. Einnig á að útbúa bráðabirgðaundirgöng undir Vesturlandsveginn og á hvoru tveggja að vera lokið fyrir 19. júlí nk. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar er ætlunin með þessum aðgerðum að auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda. Girðingin er 2,5 metrar á hæð og verður 610 metra löng. Kostnaður vegna hennar og bráðabirgðaundirganganna er innan við 9 milljónir. Hjá framkvæmdasviði fengust þær upplýsingar að stefnt væri að því að koma undirgöngunum í gagnið fyrir haustið í samvinnu við Vegagerðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar