Seðlabanki Íslands

Seðlabanki Íslands

Kaupa Í körfu

Íslenska þjóðarbúið verður fyllilega fært um að standa undir Icesave-samningunum sem gerðir hafa verið við Breta og Hollendinga að mati Seðlabanka Íslands. Fjárlaganefnd Alþingis hafði óskað eftir því að bankinn skilaði skriflegri umsögn um Icesave og upplýsingum um greiðslubyrði af erlendum lánum og bankinn kynnti þá umsögn í gær. Þó er tiltekið í umsögninni að hagstjórnarákvarðanir næstu ára munu ákvarða í hvaða mæli Icesave-skuldbindingarnar verða byrði á komandi kynslóðum. MYNDATEXTI Seðlabankastjóri Svein Harald Øygard sagði í gær að bankinn hefði nálgast útreikninga á skuldastöðu þjóðarbúsins varfærnislega. Frekar væri reiknað með hærri skuldum en lægri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar