Bátur strandar

Bátur strandar

Kaupa Í körfu

ÞETTA voru hárrétt viðbrögð hjá kapteininum. Þetta er reyndur maður, segir Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Hvalalífs ehf., sem gerir út bátinn Andreu II sem strandaði við Lundey í Kollafirði í fyrradag. Við metum það sem svo að aldrei hafi verið nein hætta á ferðum. Um borð í Andreu var þriggja manna áhöfn og sjö ferðamenn sem voru í fuglaskoðunarferð. Einn farþeganna gagnrýndi viðbrögð áhafnarinnar og taldi óeðlilegt að farþegar hefðu ekki verið færðir yfir í annan bát áður en reynt var að draga Andreu af slysstað. MYNDATEXTI Of grunnt Andrea á strandstað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar