Raðað í hillur

Raðað í hillur

Kaupa Í körfu

VIÐ erum tilbúin með tvö skilti, sitt með hvoru nafninu,“ sagði Ingþór Ásgeirsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, er hann var inntur eftir heiti bókabúðarinnar sem áætlað er að opna á Skólavörðustíg á morgun. Samningaviðræður standa yfir um sölu á réttinum á nafninu Bókabúð Máls og menningar en ekki togaðist upp úr honum hvað stæði á hinu skiltinu, þó heimildir hermi að nafnið Eymundsson komi til greina. Verið er að laga stéttina fyrir utan búðina svo hægt verði að hafa borð og stóla fyrir kaffisölu bæði Grettisgötu- og Skólavörðustígsmegin við ónefnda bókaverslun við Skólavörðustíg. MYNDATEXTI Raðað í hillurnar á Skólavörðustíg. Bókabúðin, sem ekki hefur hlotið nafn enn þá, verður opnuð á morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar