Hafdís Huld og Bubbi Morthens

Hafdís Huld og Bubbi Morthens

Kaupa Í körfu

BUBBI Morthens og Hafdís Huld komu saman á Rósenberg á miðvikudagskvöldið. Tónleikarnir voru þeir þriðju í tónleikaröðinni Fuglabúrið, sem tímaritið Reykjavík Grapevine og Félag tónskálda og textahöfunda standa að mánaðarlega og er hluti af Íslensku tónlistarsumri Samtóns. Þá eru fengnir ungir og aðeins eldri tónlistarmenn til að spila saman en á síðustu Fuglabúrs-tónleikum leiddu Ólöf Arnalds og Megas saman hesta sína. Bubbi og Hafdís Huld fluttu hvort sitt tónleikaprógrammið á Rósenberg og spiluðu svo nokkur lög saman. MYNDATEXTI Hafdís Huld vinnur nú að því að klára aðra sólóplötu sína á Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar